Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 528 . mál.


Ed.

1215. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóra og Snorra Olsen, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Einnig barst umsögn um frumvarpið frá Iðnþróunarsjóði.
    Í nefndinni var mikil umræða um hvort bæta ætti við 3. gr. frumvarpsins ákvæði er tæki af allan vafa um hvort m.a. félög, sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja, gætu nýtt sér heimild 3. gr. um að draga frá tekjum tapað hlutafé. Nefndin lítur svo á að túlka megi ákvæðið á þann hátt án breytingar og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 3. maí 1990.



Guðmundur Ágústsson,


form., frsm.


Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.


Ey. Kon. Jónsson.


Halldór Blöndal.


Skúli Alexandersson.


Sveinn Gunnar Hálfdánarson.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.